2/25/24

Saga lagsins: Heyr, himna smiður

Heyr himna smiður er elsti varðveitti sálmur Íslands og norðurlandanna. Hann hefur verið sunginn af kórum um allan heim, verið notaður í sjónvarpsþáttunum Handmaids tale, Eurovision mynd Will ferrels, er mest sungni jarðafarar sálmur íslands og var valið uppáhalds sígilda lag Íslensku þjóðarinnar árið 2018.


Höfundur Textans, er Kolbeinn Tumason, sem var langvoldugasti höfðingi norðurlands, Goðorðsmaður og leiðtogi Ásbirninga á Sturlungaöld; mesta ófriðartíma Íslandssögunnar. Tilurð texans hefur fengið á sig þjóðsagnablæ, þar sem margir telja að hann hafi ort ljóðið kvöldið fyrir víðines bardagann þar sem hann lèst.

Previous

Rúnamó og Finnur Magnússon

Next

Landvættir Íslands: Skjaldberar íslenska skjaldarmerkisins