Glámujökull - saga
Var Jökull þarna?
Í stuttu máli, líklega ekki. Það er hugsanlegt að það hafi verið smájökull norðan við Sjónfríði eftir seinustu ísöld, sem var innan við ferkílómetra á stærð. Annars hafa ekki fundist neinar vísbendingar um jökul á Glámusvæðinu á sögulegum tíma.
Það er margt sem ég fjallaði ekki um í þessu myndbandi, þá helst breytingar á loftslagi í gegnum aldirnar og hvernig það spilar inní þetta mál, ásamt öðru.
Ég ætla ekki að fara dýpra í það hérna, en áhugasamir geta lesið grein Odds Sigurðssonar, jarðfræðings - sem þetta myndband er að mestu byggt á.
Að lokum ætla ég að gefa Stefáni orðið -
“... það má því óhætt strika Glámu-JÖKUL út af kortinu””
Ég vil taka fram að Þorvaldur var ótrúlegur maður og mikill frumkvöðull á sviði jarðvísinda hér á landi - Ég mála hann kannski í smá neikvæðu ljósi hérna, en mér finnst þetta samt skiljanleg mistök af hans hálfu.
Sérstakar þakkir til: @steinamusic fyrir góðar ábendingar varðandi málfar í handriti og leiðréttingar í texta! Allar afgangs villur eru algjörlega á minni ábyrgð.
Helstu heimildir:
Náttúrufræðingurinn, 72. Árgangur 2024. 1.-2. Tölublað. Gláma, Oddur Sigurðsson
Skírnir, 84. Árgangur 1910. Greinar: “Gláma eftir Stefán Stefánsson” og “Um Glámu eftir Þorvald Thoroddsen”