11/3/23

Málverkið í Flatey

latey í breiðafirði skartar alveg ótrúlegri sögu, og ber hún ummerki þess alls staðar á sínu hálfsferkílómeters yfirborði. Það hafa verið skráðar um 230 fornminjar í Flatey sjálfri.Sem er frekar ótrúlegt.

Fólk hefur búið samfellt á eyjunni nánast frá Landnámi - Þar hafa verið klaustur, Kálgarðar, útgerð, vonir og draumar. En ótrúlegast af öllu, er hversu marga lista- og fræðimenn þessi litla eyja - og eyjarnar í kring - hefur alið.

Ég segi ótrúlegt, því list og fræðistörf er eitthvað sem sprettur yfirleitt úr gnægð, framtakssemi og Innblástri, en það er að vísu hægt að skipta því fyrsta út fyrir þrjósku.

Á Meðan Ísland í heildsinni er ótrúlegt fyrir allt skapandi fólkið sitt, þá hefur þessi litla eyja Í Breiðafirði svo sannarlega sett sitt mark á menningarsögu okkar hérna á íslandi og gerir en þann dag í dag.

Flatey hefur margt uppá að bjóða - Gömul hús, fögur náttúra (fyrir utan kríurnar sem hertaka eyjuna á sumrin), en
Eitt helsta kennileiti Flateyjar í dag er kirkjan sem stendur hjá klausturhólunum gömlu, sem var hönnuð af Guðjón Samúelssyni - sem hannaði, að mínu mati, margar af fallegustu byggingum Íslands,

En í þessari kirkju er að finna fjarsjóð - eitt fallegasta málverk sem hefur verið málað í Íslenskri landhelgi,

Þetta málverk er eftir Baltasar Sampers (Sem er pabbi Baltasar Kormáks) og sýnir hina ríku menningar og atvinnusögu eyjanna í breiðafirði.

Previous

Lögin okkar: Kvæðið um fuglana (Snert hörpu mína)

Next

Unglingurinn í skóginum - Dýrasta ljóð Íslands?