“Enn í dag er ég það heita járn, sem hamrað  er og færist í form,

mín verk eru nokkrir af neistum þeim sem hrokkið hafa undan hamri smiðsins,

þeir voru eitt sinn glóandi, er þau voru ófædd og eitt með mér,

en nú burtu frá mér komin eru þau aðeins kurl og kalt sindur.

Þú ert járnið sem myndast, þín verk neistarnir.” -

Einar Jónsson minnisbók I, um 1914

“Undiralda” er svört kómedía sem heldur jafnframt varlega utanum viðkvæmt málefni. Sagan er um Eyju, skemmtilega en kaldhæðna konu sem mætir á ættarmót og sogast þar inn í gamalt meðvirkni mynstur í boði skrautlegra fjölskyldumeðlima. Hún ákveður að brjótast út og láta frænda sinn horfast í augu við þá staðreynd að hann misnotaði hana í æsku. Hann tæklar það á óvæntan hátt en þau þurfa að takast á við það sem flýtur upp á yfirborðið í fjölskyldunni í kjölfarið á þessu. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum.

Elísa Gyrðisdóttir, kvikmyndaskóli Íslands

It’s a wrap!

Previous
Previous

Glory and Poverty: the Democratic People's Republic of Korea (2016)

Next
Next

Nyrst - Icelandic black metal